Sprening í sölu á skyri til Finnlands á árinu 2014

Á tímabilinu janúar til september á þessu ári hefur sala á skyri til Finnlands aukist um 340%. Nú er svo komið að salan til Finnlands verður töluvert meiri á árinu heldur en öll skyrneysla á Íslandi er. Seldar hafa verið um 11,5 milljónir dósa eða samtals tæp 2.000 tonn á árinu. Mjög jákvæð þróun í skyrsölu hefur átt sér stað á Norðurlöndunum á árinu sem er að líða og búast má við að selt verði skyr á vegum MS þ.e. eigin sala og leyfisframleiðsla fyrir um 6,5 milljarða eða rétt um 10.000 tonn sem eru um 60 milljónir dósa. Í samanburði má geta þess að Íslendingar neyta um 12 milljónir dósa af skyri á ári.


 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?