Skyr.is verður Ísey skyr

Ísey skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki MS fyrir skyr en á næstu vikum breytist Skyr.is í Ísey skyr. 

Stefnt er að því að byrja að nota nýja vörumerkið á Íslandi, Sviss og Englandi á þessu ári.

Nafnið Ísey er séríslenskt kvenmannsnafn en íslenskar konur sáu öldum saman um að búa til skyr. Nafnið Ísey vísar einnig sterkt í upprunann og þykir nafnið einnig hentugt vegna þess að það er stutt og einfalt og auðvelt að bera fram á mismunandi tungumálum.

Til að hafa samræmi og heildstæða stefnu í markaðs- og vörumerkjavinnu með íslenska skyrið verður vörumerkið ÍSEY skyr einnig tekið upp á Íslandi.

Skyrsala MS á Íslandi og á erlendum mörkuðum hefur aldrei verið meiri en á árinu 2016. MS og samstarfsaðilar þess á Norðurlöndum seldu um 16.000 tonn af skyri á síðasta ári. Á Íslandi seldist um 3.000 tonn og erlendis voru seld um 13.000 tonn. Söluaukning á skyr.is innanlands var um 25% á síðasta ári sem er söluaukning sem á sér ekki fordæmi. Skýringin á þessari miklu söluaukningu innanlands er rakin til aukins ferðmannastraums til landsins.  

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?