Skyrát skilaði bronsverðlaunum á NM

Norðurlandamót unglinga U20 í ólympískum lyftingum fór fram um helgina í Hilleröd í Danmörku. Íslendingar áttu einn fulltrúa á mótinu og var það Erlendur Helgi Jóhannesson sem keppir fyrir LFA. Hann gerði sér lítið fyrir og setti sex Íslandsmet í fjórum gildum lyftum. Hann lyfti 126 kg í jafnhöttun og 103 kg í snörun. Samanlagður árangur hans dugði til bronsverðlauna og var Erlendur einu kílói á undan næsta manni.

Erlendur sem er aðeins 18 ára hefur æft lyftingar í 18 mánuði. Á mótinu keppti hann í -94 kg flokki en er ekki nema 86 kg og ætti því að eiga heilmikið inni.
Hann segir að lykillinn að árangrinum sé hollt mataræði, reglulegt skyrát og góður nætursvefn.
Heimild www.mbl.is 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?