Skólaheimsóknir - verðlaunahafar í getraun

Vikuna 24.-27. janúar stóðu yfir skólaheimsóknir og heimsóttu mikill fjölda barna í 8, 9 eða 10 ára bekk Mjólkursamsöluna. Með hverjum bekk komu 1-2 fylgdarmenn.
Farið var með börnin um Mjólkursamsöluna og þeim sýnt ferli framleiðslunnar. Margt annað var gert börnunum til fróðleiks og skemmtunar. Með hverjum hóp fór einn leiðsögumaður sem sýndi börnunum mynjasafnið og svo pökkunarsalinn, svo dæmi sé tekið.Þá mætti Lalli töframaður á staðinn og var með töfrabrögð sem voru frábær.Börnin fengu einnig að heimsækja ísgerðina og fóru þaðan í fundarsalinn og fengu mjólk, kleinu, eplabita og ís. Í fundarsalnum var búið að setja upp getraun og áttu börnin að geta hversu margar mjólkurfernur voru í stæðunni sem búið var að raða upp, við stæðuna upphófust miklar pælingar og spekulasjónir.

Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í getrauninni þar sem rétt svar 2120 skt  og kom það í hlut Ölduselsskóla að vinna fyrstu verðlaun en þau töldu alls 2100 mjólkurfernur í stæðunni.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin og þau verðlaun sem hver skóli hlaut, ásamt myndum af bekkjunum.

1. sæti Ölduselsskóli 3 .KG sem var með 2100 stk
Fengu í verðlaun: Bíomiða, kókómjólk, bol og dvd

2. sæti Hörðuvallarskóli 4. G 2160 stk
Fengu í verðlaun: Kókómjólk, bol og dvd

3. sæti Álfshólsskóli 4.ÞA 2066 stk
Fengu í verðlaun: Kókómjólk, bol og dvd


Á myndinni að ofan má sjá 3. KG úr Ölduselsskóla sem hafnaði í 1.sæti.

Á myndinni að ofan má sjá 4.G úr Hörðuvallaskóla sem hafnaði í 2.sæti.

Á myndinni má sjá 4: ÞA úr Álfhólsskóla sem hafnaði í 3.sæti.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?