Samstarf MS og Codland

 
Codland og Mjólkursamsalan hafa ákveðið að hefja samstarf um þróun á tilbúnum drykkjum þar sem hráefni frá báðum aðilum myndu njóta sín. Er þetta einstakt tækifæri til að búa til náttúrulega og hágæða vöru sem tengir saman landbúnað og sjávarútveg.
 
Codland hefur unnið að þróun hágæða Kollagens vöru úr íslensku þorskroði í samstarfið við Matís og með styrk Tækniþróunarsjóðs. Kollagen er eitt mikilvægasta prótein líkamans sem heldur húðinni stinnri og styrkir liðamót. Vinnslan á roðinu færir Codland nær markmiðum sínum um að auka verðmæti þorsksins með betri nýtingu hliðarafurða.
 
Mjólkursamsalan er leiðandi fyrirtæki í matvælaiðnaði á Íslandi. Hlutverk hennar er að taka við mjólk frá eigendum sínum og umbreyta í hollar og góðar mjólkurafurðir í takt við þarfir íslenskra neytenda.
Grundvöllur fyrir samstarfi á milli þessara tveggja fyrirtækja, þar sem nýsköpunarfyrirtæki fer í samstarf með leiðandi fyrirtæki varð til í Sjávarklasanum á Grandagarði. Einnig er unnið að stofnun Matarklasa sem nýttur verður til að fjölga enn frekur nýsköpun á þessu sviði.
 
Á myndinni hér að neðan má sjá þá Björn S. Gunnarsson vöruþróunarstjóra MS (til vinstri)  og Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóra Codland (til hægri) skrifa undir samstarfssamning á milli fyrirtækjanna.
 
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?