Samningur MS og geoSilica

Þróa mjólkurvörur með kísilsteinefni

geoSilica og Mjólkursamsalan hafa ákveðið að hefja samstarf um vöruþróun á mjólkurvörum með kísilsteinefni frá geoSilica. Kísilsteinefni gegnir mikilvægu hlutverki í steinefnasöfnun beina og að við- halda steinefnaþéttleika þeirra og mjólkin, sem inniheldur m.a. kalk og prótein, er mikilvæg fyrir vöxt og viðhald beina. „Þess vegna er mjög áhugavert að skoða möguleika á að blanda þessum hráefnum saman í spennandi mjólkurvörur,“ segir í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. geoSilica er sprotafyrirtæki sem hefur það að markmiði að framleiða kísilríkar hágæðaheilsuvörur úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og kom fyrsta varan á markað árið 2015, 100% náttúrulegt íslenskt há- gæðakísilsteinefni í vökvaformi tilbúið til inntöku. Kísilsteinefnið hefur margvíslega heilsusamlega virkni, getur m.a. fyrirbyggt bein- þynningu, örvað kollagenmyndun og bætt nýtingu kalks og annarra steinefna. Sterk sambönd á milli kísils og kalks „Það er áhugavert fyrir okkur sem matvælafyrirtæki að tengjast svona spennandi og kraftmiklu sprotafyrirtæki eins og geoSilica,“ er haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS. „Við trúum því að kísilsteinefnið passi vel saman með ákveðnum mjólkurvörum og gefi þeim mikilvæga heilsubætandi eiginleika.“ Haft er eftir Fidu Abu Libdeh, framkvæmdastjóra geoSilica, að bæði fyrirtækin hafi það markmið að bæta heilsu almennings. „Rannsóknir hafa sýnt sterkt samband á milli kísils og kalks og teljum við því nauðsynlegt að búa til vörur sem innihalda bæði efnin,“ er haft eftir Fidu.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?