Samfélagsaðstoð Mjólkursamsölunnar fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan hefur í ár líkt og undanfarin ár lagt hjálparsamtökum lið fyrir jólin. Að þessu sinni úthlutaði MS 2,2 milljónum króna í formi vöruúttektar til fimm góðgerðarfélaga en félögin sem hlutu styrk í ár voru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Fjölskylduhjálp Íslands, sem mun veita aðstoð á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanes.

Fulltrúar allra félaganna segja að þörfin fyrir aðstoð sé mikil og að nokkur hundruð manns leiti til þeirra fyrir hátíðarnar. Markmiðið er ætíð að vísa engum frá en það eru sjálfboðaliðar sem standa vaktina við matarúthlutanir og án þeirra myndi starfsemi þessara góðgerðarfélaga ekki ganga upp. Mikið og þarft starf er unnið á fjölmörgum stöðum og er það von MS að styrkirnir nýtist sem best.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Önnu H. Pétursdóttur, formann Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, verkefnastjóra upplýsinga- og fræðslumála hjá MS.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?