Sala Mjólkursamsölunnar umfram áætlarnir á árinu

Góð sala hefur verið á árinu í öllum helstu vöruflokkum MS. Hæst ber að nefna mikla söluaukningu sem orðið hefur í smjöri, osti og rjóma. Smjörsala hefur aukist á árinu um 130 tonn eða 10%. Söluaukning í öllum helstu ostaflokkum hefur líka verið góð. Heildarsöluaukning í ostum á árinu er 131 tonn eða 3,1%. Aukning í rjómasölu á árinu er 13% eða 170.000 ltr. Í Heildina eru sölutekjur fyrirtækisins að vaxa um 926 milljónir króna eða um 6,1%. Sölutekjur á tímabilinu eru 15,9 milljarðar en voru á sama tíma í fyrra um 15 milljarðar. Salan á árinu í tekjum er 106 milljónir yfir því sem tekjuáætlun ársins gerði ráð fyrir. Þessa mikla söluaukning í smjöri, rjóma og ostum kallar á yfir fimm milljón lítra af aukinni mjólk sem eigendur okkar hafa orðið að auka framleiðsluna á árinu til að mæta þessari góðu söluaukningu.
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?