Risaostar vekja athygli!

Á undanförnum dögum hafa risaostar við þjóðveginn vakið mikla athygli vegfarenda.

Margir vegfarendur hafa að undanförnu orðið varir við risavaxna osta við þjóðveginn. Ekki er þó um hefðbundna osta að ræða heldur hafa nokkrar heyrúllur verið merktar vinsælum íslenskum mygluostum. Uppátækið hefur vakið mikla athygli fólks og minnir neytendur á skemmtilegan hátt á þá sterku tengingu sem íslenskir ostar hafa við sveitir landsins.

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?