Rangar dagsetningar á mygluostunum Ljót og Auði

Þau leiðu mistöku urðu við pökkun á tveimur tegundum af mygluostum að það láðist að breyta ártali á þeim úr 2015 í 2016. Það eru því í umferð ostar af tegundunum Ljótur og Dala-Auður sem eru merktir „BEST FYRIR“ 10.04.15 í stað hins augljósa 10.04.16. Viðskiptamenn okkar hafa fengið tilkynningu þess efnis og verða ostarnir sem merktir eru með ártalinu '15 teknir úr sölu og endursendir til okkar. Neytendur geta þó verið vissir um að osturinn er nýr og þeir sem kynnu að hafa keypt ost með þessari dagsetningu þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir, eingöngu að borða ostinn og njóta góða bragðsins.

 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?