Pipp páskaostakakan er komin í verslanir

Pipp páskaostakakan er nú aftur fáanleg og eru fjölmargir neytendur sem beðið hafa spenntir eftir henni. Ostakakan er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum. Pipp páskaostakan er tilbúin til neyslu en til að gera hana enn girnilegri má bera hana fram með sætri súkkulaði-karamellusósu.

Við munum bregða á leik á Facebook síðu Gott í matinn á næstu dögum og gefa nokkrum heppnum vinum okkar gómsæta páskaostaköku og ljúffenga Dalaosta. Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með okkur þar og taka þátt.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?