Ostakökur í nýjum umbúðum

Í apríl komu ostakökurnar frá MS á markað í nýjum umbúðum og undir nýju vörumerki, MS Eftirlæti til frekari aðgreiningar. Sú  nýjung er einnig á umbúðunum að á framhliðinni er gluggi þar sem ávaxtaþekjan eða kakan sjálf blasir við á girnilegann máta.

Ostakökurnar eru nú framleiddar hjá MS Selfossi með nýrri framleiðslutækni og uppskriftirnar hafa verið endurbættar. Þetta leiðir til enn betri gæða og síðast en ekki síst verðlækkunar sem hljómar vel á þessum tímum.

Ostakökurnar eru fáanlegar í sjö bragðtegundum, tegundirnar eru: bláberja, heslihnetu, mandarínu, blóðappelsínu, súkkulaði, hindberja og svo nýjasta ostakakan í línunni sem er ostakaka með sælkerakaffi og súkkulaðiflögum.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?