Ostakaka með lakkrísbragði - ljúffeng nýjung

Mjólkursamsalan kynnir spennandi ostakökunýjung í eftirréttalínu MS en um er að ræða einstaklega bragðgóða og milda köku með lakkrísbragði.

Kökuna er tilvalið að borða eina sér eða með ljúffengri sósu og til gamans deilum við með tveimur útfærslum af sósu sem passa frábærlega með kökunni.

Lakkríssósa

100 g bingókúlur

50 g dökkt suðusúkkulaði

1 dl rjómi

¼ tsk sjávarsalt

Aðferð

Setjið allt í pott og bræðið yfir lágum hita, hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og sósan orðin mjúk og slétt.

 

Jarðarberjasósa

300 g jarðaber

200 g sykur

2 msk. sítrónusafi

Aðferð

Skerið jarðarberin gróflega niður og setjið í pott ásamt sykri og sítrónusafa. Látið suðu koma upp, lækkið hitann og látið sírópið malla í 15-20 mínútur eða þar til það hefur þykknað. Hrærið reglulega í pottinum. Sírópið þykknar þegar það er látið standa, gott er að bæta smá vatni saman við og hita í skamma stund til þess að þynna það út aftur. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?