Öskudagurinn haldinn hátíðlegur

 
Mikill fjölda barna hefur í dag heimsótt starfsstöðvar Mjólkursamsölunnar víðsvegar um landið. Í Reykjavík lögðu um 1200 börn leið sína í MS á Bitruhálsi þar sem þau sungu fyrir starfsfólk og fengu meðal annars að launum Kókómjólk og blöðrur. Á Akureyri heimsóttu um 1000 börn Mjólkursamsöluna og um 500 börn komu í MS á Selfossi og um 150 í bú MS í Búðardal.  Að sögn starfsmanna sem tóku á móti börnunum var gaman að sjá hversu mikill fjölbreytileiki var í búningum og hversu margir eru hugmyndaríkir þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir Öskudaginn. Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?