Ofurmaturinn skyr

Íslenska skyrið hefur hlotið sæmdarheitið ofurmatur í munni metsöluhöfundar í megrunarfræðum vestanhafs, viðtal við Einar Sigurðsson forstjóra birtist á stöð 2 á dögunum, viðtalið má lesa hér að neðan.

Forstjóri MS á Íslandi segir mikilvægt að fá slíkan stimpil á skyrið, en útflutningur á því hefur fjórfaldast á milli ára.

Ónefndur fréttamaður af CBS sjónvarpsstöðinni: Svokallaður "ofurmatur" á að hjálpa manni að halda heilsunni, verjast sjúkdómum og jafnvel lifa lengur. Cynthia Sass, næringarfræðingur og höfundur Cinch! Conquer Cravings, Drop Pounds and Lose Inches, veit allt um sex nýjar tegundir ofurmatar. Byrjum við á skyrinu?

Cynthia Sass, næringarfræðingur: Skyr er nýja, gríska jógúrtin. Þetta er íslensk jógúrt sem hefur verið síuð svo hún er þykkari og próteinríkari en grísk jógúrt.

Einar Sigurðsson, forstjóri MS: Svona umfjöllun í Bandaríkjunum skiptir mjög miklu máli.

Einar segir aðeins örfáar matartegundir hafa fengið slíka nafnbót.

Einar Sigurðsson: við höfum verið að flytja út skyr til Bandaríkjanna núna í rúm sex ár og við gerum ráð fyrir að þessi umfjöllun hún muni ekkert gera nema styrkja okkur þar.

MS er um þessar mundir að vinna því að auka dreifingu á skyri í Bandaríkjunum, en íslenskt skyr, ýmist framleitt á Íslandi eða með leyfi MS, er nú selt í Noregi, Danmörku og Finnlandi og unnið er að því að breiða skyrið enn frekar út um heiminn. Útflutningur á skyri var þannig fjórfalt meiri í apríl en á sama tíma í fyrra.

Einar Sigurðsson: Og við gerum ráð fyrir að sá kvóti sem við höfum til útflutnings til Evrópu, að við munum sprengja hann í útflutningi til Finnlands á næsta ári.

Þar vigtar þungt mysupróteindrykkurinn Hleðslan, sem á nú að flytja út til Finnlands, en með honum hefur MS tekist að skapa verðmæti úr mysunni, sem áður var að mestu hent í sjóinn.

Einar Sigurðsson: Ef að vöxturinn verður í því eins og skyrinu að þá mun auðvitað tiltölulega fljótt þurrka upp mysubirgðirnar hér innanlands.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?