Nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun á Blönduósi

Nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum var formlega tekið í notkun á Blönduósi þann 6. október sl. Það var í upphafi síðasta árs sem Ámundakinn, Auðhumla, KS og MS undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu á nýju þjónustuhúsi og leigu til langs tíma en Ari Edwald, forstjóri MS, og Magnús Guðmundsson, forstöðumaður flutningadeildar MS, tóku við lyklunum frá Jóhannesi Torfasyni, framkvæmdastjóra Ámundakinnar. Markmið byggingarinnar er að bæta vinnuaðstöðu bílstjóra og aðstöðuna fyrir bílana sjálfa. Húsið er 561 fermetri að grunnfleti, með rúmlega 5 metra lofthæð. Í húsinu má finna tvö rúmgóð búningsherbergi með baði, kaffistofa og skrifstofa og tvö hvíldarherbergi með baði. Meðfylgjandi eru myndir frá vígsluathöfninni en frekari upplýsingar má finna á fréttavefnum Feyki.

 

Myndir: Feykir.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?