Nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar

Í upphafi árs 2022 tók nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar gildi og gætir þar nokkurra breytinga frá eldri skipuritum. Forstjóri MS er Pálmi Vilhjálmsson og skiptist starfsemin í fjögur svið: 1) sölu-, markaðs- og vöruþróunarsvið, 2) fjármálasvið, 3) framleiðslu- og framkvæmdasvið og 4) hagsýslu- og samskiptasvið, sem er nýtt svið og nær m.a. til millríkjasamninga og tollamála, sem og umhverfis- og stjórnsýslumála og fjölmiðlasamskipta.

Meðfylgjandi er nýtt skipurit þar sem sjá má stjórnendur sviðanna, auk rekstrarstjóra afurðastöðva, gæðastjóra og fleiri.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?