Nýtt íslenskuátk

      Hvað er beturviti og banalína? Hvaða merkingu hefur orðið gemsi?

Mjólkursamsalan vekur athygli á nýyrðum í nýju íslenskuátaki
 
Hvað er beturviti og banastrik? Hvaða aðrar merkingar hefur orðið gemsi? Þessum spurningum og mörgum öðrum er velt upp á mjólkurfernum landsmanna í nýju málræktarátaki Mjólkursamsölunnar. Í átakinu er á gamansaman hátt lögð áhersla á nýyrði og nýyrðasmíðar auk þess sem fjallað er um nýyrði sem náð hafa fótfestu í málinu. Með þessu vill MS hvetja landsmenn til að nota íslensk orð í stað erlendra og vekja jafnframt áhuga á nýyrðasmíðum á heimasíðu sinni, www.ms.is. Á heimasíðunni er að finna fjöldann allan af nýyrðum og geta notendur kosið uppáhaldsnýyrðin og komið með ábendingar um önnur nýyrði. Dregið verður úr innsendum hugmyndum á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember næstkomandi og eru glæsileg verðlaun í boði.  
        
Að sögn Baldurs Jónssonar verkefnastjóra hjá MSer vonast til að hið nýja málræktarátak veki mikla athygli og auki áhuga landsmanna á smíði nýrra íslenskra orða í stað þess að nota erlend orð. Skemmtilegar myndskreytingar eftir Halldór Baldursson gera það ennfremur að verkum að átakið nær til flestra aldurshópa.
 
Málræktarátakið er unnið í samstarfi við Íslenska málnefnd og auglýsingastofuna Ennemm.
 
Mjólkurfernur koma við sögu á hverju heimili á hverjum degi og koma út í um 65 milljónum eintaka á því tveggja ára tímabili sem átakið nær yfir.
 
 
Nánar um íslenskuátakið:
Frá árinu 1994 hefur Mjólkursamsalan beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins á grundvelli samstarfssamnings við Íslenska málnefnd. Mjólkurfernur eru á borðum a.m.k. einhvern hluta dags á hverju heimili og vinnustöðum landsins og koma því fyrir augu þúsunda manna daglega. Þess vegna eru þær tilvalinn miðill til þess að koma skilaboðum til landsmanna um eitthvað sem skiptir okkur öll máli. Um árabil hafa málfarstextar af ýmsum toga birst á mjólkurfernum MS ásamt myndskreytingum (sjá á ms.is) og hafa ótal margir komið að því verki.
 
Nánari upplýsingar á www.ms.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?