Nýtt grillblað frá MS komið út - Frítt eintak

Hið vinsæla grillblað Gott í matinn frá MS er komið út og verður því dreift í allar helstu matvöruverslanir landsins. Eintakið er frítt og í blaðinu eru spennandi uppskriftir að einföldum grillréttum, ekta béarnaise sósu, sumarlegri skyrtertu, mexíkófagnaði fyrir alla fjölskylduna og uppskriftir að fljótlegum sósum sem henta vel með grillmatnum svo eitthvað sé nefnt.

Sú nýbreytni er frá fyrri Gott í matinn blöðunum að nú er tekinn fram undirbúningstími og tíminn sem fer í matreiðslu við hverja uppskrift, sem gagnast mörgum þar sem tíminn sem er til aflögu fyrir matreiðsluna er mislangur hjá fólki. 

Gott í matinn sumarblaðið má einnig nálgast á tölvutæku formi hér eða með því að fara inn á vefsíðu Gott í matinn www.gottimatinn.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?