Nýtt frá MS - D-vítamínbætt og laktósalaus nýmjólk

Nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á D-vítamínbættri og laktósalausri nýmjólk. Síðustu ár hefur laktósalaus léttmjólk selst mjög vel og viðskiptavinir óskað eftir því að fá laktósalausa nýmjólk sömuleiðis. Laktósi, öðru nafni mjólkursykur, er í mjólk frá náttúrunnar hendi og flokkast ekki sem viðbættur sykur. Í laktósalausri mjólk er búið að fjarlægja þennan mjólkursykur og er það gert til að fleiri geti notið mjólkurinnar og þeirra mikilvægu vítamína, steinefna og próteina sem hún inniheldur. Laktósalaus nýmjólk hentar því þeim sem hafa laktósaóþol og finna til einhverra óþæginda í meltingarvegi við að neyta mjólkur. Laktósalaus nýmjólk er einnig kolvetnaskert en hún inniheldur 38% minna af kolvetnum en venjuleg nýmjólk. Laktósalaus nýmjólk er D-vítamínbætt í samræmi við ráðleggingar Embættis landlæknis og rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?