Nýtt alþjóðlegt vörumerki fyrir íslenskt skyr kynnt

Öllu var tjaldað til í Heiðmörk fimmtudaginn 22. júní þegar MS hélt stórglæsilegt partý til að fagna nýju alþjóðlegu vörumerki í skyri. Á næstu vikum og misserum mun Skyr.is, sem Íslendingar þekkja vel, hverfa úr hillum og í staðinn kemur Ísey skyr. Við val á nýju nafni vildi fyrirtækið leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland, það átti hafa íslenskan staf og vera bæði stutt og einfalt. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar og til að endurspegla þennan íslenska bakgrunn og sögu skyrsins heitir skyrið okkar nú Ísey skyr, en Ísey er séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland. Til að fagna þessu nýja nafni var blásið til mikillar veislu í Heiðmörk og var helstu viðskiptavinum, erlendum samstarfsaðilum og góðum gestum boðið í veisluna. Boðið var upp á glæsilegar veitingar þar sem skyrið var m.a. notað í sósur, eftirrétti og kokteila og skemmtu auk þess nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, Emmsjé Gauti, Sísí Ey, Amabadama og Júníus Meyvant. 

Meðfylgjandi eru myndir úr veislunni.
 
 
 

+
 
 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?