Nýr Skyr.is próteindrykkur fær góðar viðtökur

Mjög vel hefur gengið að koma nýja Skyr.is próteindrykknum í verslanir og hafa nú allar helstu verslunarkeðjur samþykkt að taka hann í sölu. Framundan eru vörukynningar í mörgum verslunum og einnig verður gestum líkamsræktarstöðva boðið að smakka drykkina. 

Umræðan á samfélagsmiðlum hefur einnig verið jákvæð og sem dæmi um mikla eftirspurn má nefna að fólk hefur haft samband við söludeild, sagst ekki geta beðið eftir að varan komi í verslanir og viljað koma beint í vöruhúsið til að fá að kaupa vöruna.

Skyr.is drykkirnir eru 25% próteinríkari en áður og að auki eru þeir kolvetnaskertir og fitulausir. Hér er því um að ræða frábæran og hollan valkost að morgunmat eða millimáli og mætti í raun kalla drykkina handhægt boozt sem þú getur gripið með þér þegar þú ert á ferðinni, í skóla eða vinnu, á leiðinni í fjallgöngu eða aðra útivist. 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?