Nýr mannauðsstjóri MS

Inga Guðrún Birgisdóttir hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Hún mun hefja störf upp úr áramótum en mun þó koma strax að verkefnum sem tengjast stefnumótun fyrirtækisins.
Inga Guðrún lauk meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2007. Hún er einnig með meistarapróf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá sama skóla.


Undanfarin 7 ár hefur hún starfað sem mannauðsstjóri hjá 1912 samstæðunni sem samanstendur af fyrirtækjunum 1912, Nathan & Olsen, Ekrunni og Góðu fæði. Þar áður starfaði hún um tveggja ára skeið á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi á Skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga sem gæðastjóri og hafði umsjón með verkefnum sem tengdust stefnumótun og gæðastjórnun sem og starfs-mannatengdum verkefnum. Að auki hefur hún af og til sinnt kennslu á námskeiðum tengdum mannauðsstjórnun fyrir Endurmenntun Háskóla Íslands. Fyrir býr Inga Guðrún að margra ára reynslu í ferðaþjónustu en hún starfaði m.a. sem forstöðumaður framleiðslusviðs hjá Iceland Express, sem verkefnisstjóri í gæðadeild Air Atlanta og sem ráðgjafi hjá SAS flugfélaginu á Íslandi.

Inga Guðrún á þrjú börn. Meðal áhugamála fyrir utan fjölskylduna eru fjallgöngur, ferðalög og matur.

Við bjóðum Ingu Guðrúnu velkomna til starfa hjá Mjólkursamsölunni.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?