Nýr KEA skyrdrykkur

Ný vöruflokkur er kominn á markað frá Mjólkursamsölunni. Um er að ræða KEA skyrdrykk sem inniheldur náttúrulegan agavesafa í stað viðbætts hvíts sykurs og sætuefna. 

Jafnframt því að innihalda hvorki hvítan sykur né sætuefni hefur KEA skyrdrykkur meira magn ávaxta en aðrir sambærilegir drykkir en ávaxtainnihald í KEA skyrdrykk er allt að 10% samanborið við 3-5% í öðrum drykkjum. KEA skyrdrykkur inniheldur ennfremur meira magn mysupróteina en sambærilegar afurðir. KEA skyrdrykkur er í 250 ml dósum og fæst í þremur bragðtegundum: með jarðarberjum og bönunum; með hindberjum og trönuberjum; og með papaja, ferskjum og ástaraldinum.
 
Í upphafi árs 2008 kynnti Mjólkursamsalan þau markmið að á næstu þremur árum verði framboð á sykurskertum vörum í vöruframboði stóraukið og stefnt er að því að framboð af sykurskertum vörum verði yfir þrjátíu vörunúmer að þessum tíma loknum. Með sykurskertum vörum er átt við vörur þar sem búið er að draga úr magni viðbætts sykurs eins og kostur er, án þess að nota sætuefni í staðinn. Breytt stefna MS tekur einnig til aukins ávaxtamagns í sýrðum vörum og breyttum skammtastærðum í takt við manneldissjónarmið.
 
Nú þegar hafa komið nokkrar vörur á markað með minni sykri og án sætuefna. Þar má nefna sykurskertan jógúrtdrykk og sykurskerta Kókómjólk. Nú í sumar kom á markað Krakkaskyr en það fyrsta varan sem MS setur á markað þar sem magn ávaxta er aukið verulega ásamt því að skerða sykur. KEA skyrdrykkur hefur sérstöðu að því leyti að agavesafi, sem er unninn úr mexíkóskum kaktus, er notaður í stað venjulegs hvíts sykurs eða sætuefna.
 
KEA skyrdrykkur er framleiddur af MS á Akureyri og fæst í verslunum um land allt.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?