Nýr Frútínu jógúrtdrykkur

Nýr Frútínu jógúrtdrykkur er nú kominn í verslanir. Nafn drykkjarins vísar í hátt ávaxtainnihald hans en það er 20% eða þrisvar sinnum meira af ávöxtum en hefðbundnir jógúrtdrykkir. Drykkurinn er verulega fitu- og sykurskertur og er bragðgóður kostur fyrir þá sem vilja hollar og næringarríkar mjólkurvörur.

Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur markaðsstjóra Mjólkursamsölunnar er Frútínu jógúrtdrykkur enn eitt svar MS við óskum neytenda um ferskar mjólkurafurðir án sætuefna þar sem einnig er verulega dregið úr notkun hvíts sykurs. Frútína jógúrtdrykkur inniheldur einungis 3% hvítan sykur sem er yfir 60% minna en í hefðbundnum jógúrtdrykkjum. Drykkurinn er jafnframt mjög fitulítill. Viðbættur ávaxtasykur í Frútínu jógúrtdrykk er 2% og er hann án viðbættra sætuefna.

Frútínu jógúrtdrykkur er hluti af Frútínuflokknum en fyrir eru á markaði þrjár bragðtegundir af Frútínu jógúrt sem allar eru ávaxtaríkar, sykurlitlar og fitulitlar. Þessar vörur eru jafnframt hluti af sívaxandi flokki sýrðra mjólkurvara frá MS sem innihalda minni viðbættan hvítan sykur og engin sætuefni. Má þar að nefna KEA skyrdrykk, sykurskerta Kókómjólk og Krakkaskyr.

MS býður upp á þrjár bragðtegundir af Frútína jógúrtdrykknum: Með bláberjum og jarðarberjum, hindberjum og ferskjum, og eplum og perum.
Frútínu jógúrtdrykkur er í 250 ml dósum með flipa á loki.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?