Nýr Fjörostur

 

Nýjung - Fjörostur aðeins 9%

Fyrir skömmu kom á markað nýr fitulítill Fjörostur frá MS. Við framleiðslu hans er stuðst við nýja tækni sem gerir kleift að nýta mysu sem annars fellur til við ostagerðina. Þessi tækni byggir á fjölþrepa örsíun og úr mysunni verður til nokkurs konar mysupróteinþykkni, sem hefur m.a. þá eiginleika að gefa vöru mýkt og rúnnað bragð líkt og fita gerir en án þess að innihalda örðu af fitu.  „Með þessari nýju framleiðslutækni hefur okkur tekist að framleiða brauðost sem inniheldur einungis 9% fitu og er þar með fituminnsti brauðosturinn á markaðnum“, segir Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri hjá MS Akureyri sem framleiðir nýja ostinn. „Fjörostur er jafnframt kalkríkur auk þess sem hann inniheldur hátt hlutfall mysupróteina sem eru sérstaklega hentug til vöðvauppbyggingar. Fjörosturinn dregur nafn sitt af Fjörmjólk sem er einstaklega fitulítil en jafnframt próteinrík og er fleiri spennandi vara í Fjörlínunni að vænta á næstu misserum” segir Sigurður Rúnar að lokum


 

Fjörostur er fituminnsti kosturinn í ostaúrvali dagsins

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?