Nýjung! Krakkaskyr - sykurminna ávaxtaskyr

Á markað er kominn nýr vöruflokkur frá Mjólkursamsölunni. Um er að ræða ávaxtaríkt, sykurminna skyr sem hlotið hefur nafnið Krakkaskyr. Með Krakkaskyri vill MS bregðast við auknum kröfum neytenda um sykurskertar vörur.

Minna af sykri og engin sætuefni:

Mun minna er af viðbættum sykri í Krakkaskyri en sambærilegum vörum. Samanlagt magn af viðbættum sykri og ávaxtasykri er 30% minna en í hefðbundnu skyri. Engin sætuefni eru í Krakkaskyri.

Einstaklega ávaxtaríkt:

Krakkaskyr inniheldur þrisvar sinnum meira af ávöxtum en sambærilegar vörur. Ávaxtahlutfall er alls 20% í bragðbættu tegundunum. Ávextirnir eru maukaðir en vinnsla ávaxtanna hefur þó engin áhrif á næringargildi þeirra.

Fæst í fjórum bragðtegundum:

Krakkaskyr fæst bæði hreint og í þremur bragðtegundum, með jarðarberjum, bönunum og ferskjum. Hreina skyrið inniheldur engan viðbættan sykukr eða sætuefni. Krakkaskyr er í handhægum 150g umbúðum og fylgir skeið með í lokinu.

Krakkaskyr - komdu út að leika:

Mjólkursamsalan hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að styðja við hreyfingu barna, meðal annars sem stærsti styrktaraðili Skólahreystis. Slagorð Krakkaskyrs er Komdu út að leika þar sem gömlu leikirnir eru rifjaðir upp og er ætlað að hvetja börn til hollrar hreyfingar og útiveru.

Smelltu hér til að nálgast bækling um Krakkaskyr.

Smelltu hér til að sjá auglýsingar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?