Nýjung frá MS - Hrísmjólk með jarðarberjum og rabarbara

Ný bragðtegund af hrísmjólk hefur bæst við eftirréttalínu MS en þar eru að auki smámál, engjaþykkni og ostakökurnar góðu. Hrísmjólkin er að miklu leyti gerð úr mjólk og inniheldur hún einnig soðin hrísgrjón. Hrísmjólkin er pökkuð í tvíhólfa dósir en í stærra hólfinu er hrísmjólkin og í því minna eru mismunandi sósur til bragðauka. Nýjasta bragðtegudnin er með jarðarberja- og rabarbarasósu og er um að ræða skemmtilega viðbót í eftirréttalínu MS.

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?