Nýjung- KEA skyrdrykkur með bláberjum

Í dag hófst sala og dreifing á nýrri bragðtegund í KEA skyrdrykkjarlínunni.
KEA skyrdrykkur með bláberjum. Bláber eru ein helsta uppspretta andoxunarefna sem styrkja ónæmiskerfið og eru góð vörn gegn sjúkdómum. KEA skyrdrykkur með bláberjum er nýjasta viðbótin í skyrdrykkjar línuna sem samanstendur núna af fjórum bragðtegundum: með jarðarberjum og bönunum; með hindberjum og trönuberjum; með papaja, ferskjum og ástaraldinum; og með bláberjum.
Jafnframt því að innihalda hvorki hvítan sykur né sætuefni hefur KEA skyrdrykkur meira magn ávaxta en aðrir sambærilegir drykkir en ávaxtainnihald í KEA skyrdrykk er allt að 10% samanborið við 3-5% í öðrum drykkjum. KEA skyrdrykkur inniheldur ennfremur meira magn mysupróteina en sambærilegar afurðir.
 
 
KEA skyrdrykkur hefur sérstöðu að því leyti að agavesafi, sem er unninn úr mexíkóskum kaktus, er notaður í stað venjulegs hvíts sykurs eða sætuefna.
 
KEA skyrdrykkur er framleiddur af MS á Akureyri og fæst í verslunum um land allt.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?