Nýjar stærðir í skyri í janúar

Mjólkursamsalan teflir fram töluvert af nýjungum á ári hverju og hafa neytendur fjölbreytt val í öllum helstum vöruflokkum MS. Síðustu ár hefur verið unnið markvisst að því að minnka hlutfall viðbætts sykurs í vörum MS, hvort sem um ræðir núverandi vöru eða vörunýjungar og verður að sjálfsögðu haldið áfram á þeim nótum. Á vöruþróunarplaninu fyrir 2016 er mikið um skemmtilegar nýjungar en þær sem eru á áætlaðar fyrir janúarmánuð má sjá hér að neðan, ekki er um eiginlegar nýjungar að ræða heldur var ákveðið vegna góðrar sölu að setja bæði KEA skyr með kókos og Skyr.is með dökku súkkulaði og vanillu í 500 g umbúðir, en mikið hefur verið kallað eftir því hjá neytendum frá því að þessa nýjungar komu á markað á síðasta ári. 

 

·         KEA skyr með kókos kemur í 500 g dós

·         Skyr.is með súkkulaði og vanillu kemur í 500 g dós

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?