Nýjar mjólkurumbúðir líta brátt dagsins ljós

Á allra næstu dögum hefst pökkun á mjólk með nýrri hönnun á. Umbúðahönnunin er afrakstur af vinnu auglýsingastofunnar Ennemm með markaðsdeild MS og að sögn Guðnýjar Steinsdóttur markaðsstjóra var áhersla á að halda í sömu grunnliti og áður enda skipta þeir miklu máli þegar neytendur kaupa mjólkina. Á umbúðunum er texti um vítamín og steinefni sem mjólkin inniheldur auk þess sem áhersla er á að benda á skemmtileg neyslutilefni með mjólkinni.

Fernurnar eru áfram þær sömu og áður og innihalda 66% minna kolefnisfótspor en mjólkurfernurnar gerðu áður (eins og kynnt var í maí 2017). Miklu máli skiptir að skila fernunum til endurvinnslu og hvetur MS neytendur til þess. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?