Ný, ódýr jógúrt sem kemur á óvart

Nú víkunni setti Mjólkursamsalan nýja, ódýra jógúrt á markað. Jógúrtin ber nafnið Heimilisjógúrt og hentar vel fjölskyldufólki sérstaklega vel. Við þróun á Heimilisjógúrt var markmiðið að koma með ódýrari jógúrt en áður hefur þekkst og var kostnaði því haldið í lágmarki, þar á meðal kostnaði við prentun umbúða og við markaðssetningu. Með Heimilisjógúrtinni vill MS koma til móts við breyttar þarfir margra íslenskra neytenda.

Heimilisjógúrtin fæst í þremur bragðtegundum; með jarðarberjabragði, karamellubragði og ferskjubragði og er fáanleg um land allt.

Heimilisjógúrtin er jógúrtin sem kemur á óvart!

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?