Norræna skólahlaupið

Mjólkursamsalan tekur þátt og styrkir ýmis málefni tengd íþrótta- og æskulýðsstarfi á hverju ári og er Norræna skólahlaupið eitt af þeim. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið einn af aðal styrktaraðilum hlaupsins en markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Það er Íþróttasamband Íslands sem stendur fyrir hlaupinu hér á landi en það var fyrst haldið árið 1984.

Á síðasta ári tóku rúmlega 15.000 grunnskólanemendur frá yfir 60 skólum þátt í hlaupinu og geta þátttakendur valið um þrjár vegalengdir: 2,5, 5 og 10 km. Til gamans má geta að heildarvegalengd sem hlaupin var í fyrra samsvarar 40 hringjum í kringum Ísland. Norræna skólahlaupið var að þessu sinni sett með formlegum hætti í Giljaskóla á Akureyri þann 8. september sl. þar sem yfir 400 nemendur og starfsmenn tóku þátt.

Við óskum skipuleggjendum til hamingju með enn eitt árið og vonum að íslenskir grunnskólanemendur haldi áfram að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við Giljaskóla þegar hlaupið var sett og er ekki annað að sjá en að nemendur hafi skemmt sér vel. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi ÍSÍ.

  

 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?