Munurinn á UHT rjóma og ferskum rjóma

Vegna ummæla Hafliða Ragnarssonar í fjölmiðlum í morgun, miðvikudaginn 22. febrúar, um íslenskan rjóma þá er mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar komi fram.

Kringum bolludaginn á Íslandi er fjórföldun á sölu rjóma. Um 80 þúsund lítrar af rjóma eru seldir vikuna fyrir bolludag frá Mjólkursamsölunni (MS).

Rjómi framleiddur af MS er háhitagerilsneyddur við 92°C í 15 sek­únd­ur, sem tryggir að mögu­leg­ar bakt­erí­ur lifa ekki af. Er gerilsneiddur rjómi eftirsóttari en UHT meðhöndlaður enda ferskari. Bragðmunurinn á UHT rjóma og hefðbundnum rjóma er svipaður og milli nýmjólkur og G-mjólkur.

UHT er skamm­stöf­un á ensku fyr­ir Ultra High Tem­pera­t­ure (of­ur­hátt hita­stig), en um er að ræða hit­un upp í 135-150°C í 2-6 sek­únd­ur og hef­ur þessi aðferð stund­um verið kölluð leift­ur­hit­un á ís­lensku. 

Í frétt Morgunblaðsins um málið kemur fram í máli Kjart­ans Hreins­sonar, sér­greina­dýra­lækn­is hjá Mat­væla­stofn­un að „eng­in til­felli séu um að menn hafi smit­ast af einu eða neinu af rjóm­an­um eins og hann kem­ur úr fern­unni, þetta er mjög ör­ugg vara.“

MS vinnur stöðugt að þróun nýrra vara fyrir neytendur og matvælaframleiðendur jafnt stóra sem smáa, það er gert í samráði við þeirra þarfir og óskir. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?