MS þátttkandi á matarhátíðinni Local Food Festival

Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival (áður Matur-inn) fer fram á Akureyri 29. september - 1. október.  Hátíðin samanstendur af Local Food sýningunni sem fram fer í Íþróttahöllinni á Akureyri og er einn stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og Food and Fun Pop Up Akureyri sem er í fyrsta skipti hluti af hátíðinni. 

Starfsfólk frá MS, Akureyri verður á staðnum og munu þau standa vaktina í Íþróttahöllinni á laugardaginn og taka rausnarlega á móti gestum og gangandi. MS verður með sýningarbás í höllinni ásamt fleiri norðlenskum fyrirtækjum og verður þar boðið upp á ferskt og gott KEA skyr boost, kryddostasmakk og Pralín ostakökuna góðu. 

Við hvetjum alla sem hafa tök á að kíkja við á sýningunni og njóta þess besta sem norðlenskir matvælaframleiðendur hafa upp á að bjóða en á síðasta ári sóttu um 15 þúsund gestir hátíðna og vonandi verður slíkt hið sama uppi á teningnum í ár.

Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast hér.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?