MS tekur þátt í átaksverkefni Landsbjargar - Vertu snjall undir stýri

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ýtt úr vör átaksverkefni sínu „Vertu snjall undir stýri“ og er MS eitt þeirra 11 samstarfsfyrirtækja sem leggja verkefninu lið, en áður hefur verið greint frá því á vefsíðu fyrirtækisins. Markmið átaksins er að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar við akstur og snúa við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár vegna notkunar slíkra tækja í umferðinni. Aðilar verkefnisins skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um þátttöku í verkefninu þriðjudaginn 19. september og staðfestu að fræða og upplýsa bílstjóra fyrirtækja sinna og annað starfsfólk um hættuna sem felst í snjalltækjanotkun. Það er mikilvægt að bílstjórar, hvort sem um er að ræða atvinnubílstjóra eða almenning, átti sig á þeirri miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni. Við þurfum sífellt að minna okkur sjálf og aðra á að það krefst fullrar athygli að stýra ökutæki í umferðinni og notkun snjalltækja er einfaldlega of hættuleg til að hún eigi rétt á sér og geti talist ásættanleg. Rannsóknir hafa jú sýnt að um 25% allra slysa í umferðinni megi rekja beint til notkunar slíkra tækja undir stýri. Liður í verkefninu er að merkja bílaflota MS átakinu og munu bílstjórar fyrirtækisins fá sérstaka fræðslu um hættur þess að nota síma við akstur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar þar sem þátttakendur verkefnisins voru samankomnir til að ýta því úr vör.

Myndir: Davíð Már Bjarnason

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?