MS styrkir Reykjavíkurleikana

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eða Reykjavik International Games (RIG) fara nú fram í áttunda sinn dagana 15.-25. janúar. Það eru Íþróttabandalag Reykjavíkur, íþróttafélögin í Reykjavík og sérsambönd ÍSÍ sem standa að leikunum ásamt dyggum samstarfsaðilum. Mjólkursamsalan er traustur stuðningsaðili þessarar miklu íþróttahátíðar þriðja árið í röð, en þar er keppt í 20 einstaklingsíþróttum sem skipt er niður á tvær mótshelgar. Í ár bætist skotfimi við þær keppnisgreinar sem fyrir voru og reiknað er með að á fimmta hundrað erlendra gesta komi á leikana í ár ásamt rúmlega 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Auk fjölbreyttra íþróttakeppna er ráðstefna um afreksþjálfun hluti af dagskránni þar sem haldnir verða áhugaverðir fyrirlestrar sem snúa t.d. að því hvaða sálfræðilegu þættir geta leitt til afburðaárangurs og hvernig rétt meðhöndlun íþróttameiðsla, fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðsla getur bætt árangur íþróttafólks.

MS óskar keppendum öllum góðs gengis og vonar að fólk fjölmenni á áhorfendapallana og hvetji keppendur áfram, en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt má nefna að sjö beinar útsendingar verða frá leikunum á RÚV auk tveggja samantektarþátta.

Keppnin í júdó var æsispennandi í fyrra og verður það væntalega í ár líka.
Mynd: rig.is

Keppnin í ólympískum lyftingum var að sama skapi hörð
í fyrra og á þessari mynd sést Katrín Tanja Davíðsdóttir sem lenti í
öðru sæti í sínum flokki 2014. Mynd: rig.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?