MS styrkir Ólympíuhlaup ÍSÍ

Mjólkursamsalan hefur átt í góðu samstarfi við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands til margra ára og meðal þeirra viðburða sem MS hefur stutt er Norræna skólahlaupið sem hefur verið haldið óslitið frá árinu 1984. Nafni hlaupsins hefur nú verið breytt í Ólympíuhlaup ÍSÍ en hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa dregið sig úr verkefninu. Þar sem þátttaka hér á landi hefur alltaf verið góð var ákveðið að halda verkefninu áfram undir nýjum formerkjum og var Ólympíuhlaup ÍSÍ 2018 sett í Hraunvallaskóla þann 6. september sl. 800 nemendur skólans tóku þátt og gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km og er óhætt að segja að þeir hafi skemmt sér vel. Að hlaupi loknu fengu nemendur viðurkenningarskjöl og gátu svo heilsað upp á Blossa, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, og fengið sér ískalda mjólk.

Frekari upplýsingar og fleiri myndir frá setningu hlaupsins má nálgast á vef Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?