MS styrkir Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpina

 Hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er undirbúningur fyrir jólaglaðninginn 2012 kominn á fulla ferð. Með jólaglaðningnum vill Mæðrastyrksnefnd létta undir hjá fólki með úthlutun matar og annars varnings sem tilheyrir jólunum. Jón Axel Pétursson framkvæmdastjóri brá sér í heimsókn til Mæðrastyrksnefndar að Fosshálsi 7 í síðustu viku. Hann hitti að máli formanninn og afhenti veglega matarúttekt frá MS. Á vinstri mynd er frá vinstri talin Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður, Jón Axel og Margrét K. Sigurðardóttir, nefndarkona.

Síðan lá leið Jóns Axels niður í Eskihlíð þar sem Fjölskylduhjálpin er til húsa og tók hús á Ásgerði Jónu Flosadóttur formanni. Þar afhenti Jón Axel einnig veg­lega matarúttekt frá MS .   
Á myndinni er Jón Axel ásamt Ásgerði Jónu fyrir framan höfuðstöðvar samtakanna. Fjölskylduhjálpin var stofnuð árið 2003 af fimm konum. Allir starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar eru sjálfboðaliðar og úthluta þeir matvælum, notuðum og nýjum fatnaði, ungbarnavörum, notuðum og nýjum leikföngum. Til þeirra leita öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, fátækar fjölskyldur og einstæðingar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?