MS styrkir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu


Þann 20. ágúst fer Reykjavíkurmaraþonið fram í 33. sinn og að þessu sinni ætlar Mjólkursamsalan að leggja sitt af mörkum og taka þátt í áheitasöfnuninni með starfsmönnum fyrirtækisins sem taka þátt í hlaupinu. Hver starfsmaður sem hleypur fær 20.000 kr. áheit til handa sínu góðgerðarfélagi og er það óháð vegalengd sem hlaupin er.

Tæplega 170 góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnuninni og eru málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir fjölmörg en meðal þeirra félaga sem starfsmenn MS hafa valið að hlaupa fyrir eru Baraspítali Hringsins, Einstök börn, Gleym-mér-ei styrktarfélag, Hjartavernd og Umhyggja styrktarsjóður langveikra barna. 

MS sendir hlaupurum hvatningaróskir og bestu kveðjur. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?