MS styrkir heimsókn grænlenskra skólabarna til Íslands

Á hverju ári býður Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, í samvinnu við skákfélagið Hrókinn, 11 ára börnum frá afskekktum smáþorpum á austurströnd Grænlands í tveggja vikna heimsókn til Íslands. Með börunum koma nokkrir kennarar og er megin markmið heimsóknarinnar að kenna börnunum sund og kynna þau fyrir jafnöldum og íslensku samfélagi. Ný ævintýri bíða barnanna á hverjum degi í þær tvær vikur sem þau dvelja á Íslandi og meðal þess sem krakkarnir fá að gera og upplifa er að sitja kennslustundir í grunnskólum í Kópavogi, heimsækja Húsdýragarðinn og Skautahöllina, aka Gullna hringinn og fara í leikhús og bíó í fyrsta sinn á ævinni. Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið stoltur styrktaraðili þessa verkefnis, en það hefur mikið forvarnargildi fyrir grænlenskt samfélag, þar sem engar sundlaugar eru á Austur-Grænlandi. Við megum því til með að deila með ykkur nokkrum myndum af krökkunum sem Kalak maðurinn Stefán Þór sendi okkur rétt í þessu en að hans sögn hittir íslenska Kókómjólkin alltaf í mark hjá krökkunum.

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?