MS styrkir Geðhjálp

Þetta árið sendir MS ekki út jólakort en þess í stað rennur andvirði þeirra til góðgerðamála. Að þessu sinni styrkjum við forvarnarstarf Geðhjálpar. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Magnússyni framkvæmdarstjóra Geðhjálpar eru mjög margir málaflokkar ofarlega á blaði hjá félaginu þessi misserin. Í samráði við samtökin mun styrkurinn renna til forvarnarstarfs vegna ungs fólks með geðraskanir. Hér eru nánari upplýsingar frá Geðhjálp um þennan málaflokk.

Bætt úrræði fyrir ungt fólk með geðraskanir.

Á yfirferð og í samskiptum við landsbyggðinna af hálfu Geðhjálpar hefur það betur skýrst og fengist staðfest að málefnum ungs fólks á aldurbilinu 12 – 25 ára (-/+) sem við geðraskanir eiga að etja er víða mjög bágborið á landinu í heild. Hér eru margir og víðfemnir samverkandi þættir sem úr þarf að bæta og breytir þá ekki hvort sjónum sé beint að orsökum eða afleiðingum. Er það því mat stjórnar Geðhjálpar að brýnt sé að lögð verði áhersla á og farið verði í átak til fyrirbyggjandi úrlausna á þessum vettvangi. Hér er m.a. vísað til þess að ríkjandi hefur verið að gengið hefur verið í málin þegar skaðinn er skeður. Mjög brýnt er að viðhorfsbreyting verði þar á og kröftum og fjármagni verði stefnt markvisst í farveg forvarna. Hér vill Geðhjálp koma að á landsvísu með því að efla, styrkja og samþætta þau úrræði sem víða eru í boði, en ekki sem skildi sýnileg eða aðgengileg. Jafnframt að leitast við að stofna til úrræða þar sem á skortir og forsendur eru fyrir. Sérstakt átak þarf að koma til svo nálgast megi þá „týndu“ einstaklinga sem utangarðs rekast og veita þeim stuðning við hæfi í samræmi við almenn mannréttindi og þau gildi sem samfélag siðaðra manna býður. Í þessu samband er það mat og tillaga Geðhjálpar að stefnt skuli að ráðningu verkefnisstjóra til þriggja ára. Starfsvið væri m.a. utanumhald á þarfagreiningum og stefnumótun sem og að koma í framkvæmd þáttum í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, deildir Geðhjálpar, fræðslu- og upplýsingafulltrúa félagsins og aðra þá er láta sig þessi málefni varða.

www.gedhjalp.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?