MS styrkir Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefndir

Mjólkursamsalan veitti í dag forsvarskonum Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur vöruúttekt að verðmæti 1.000.000 kr. hvor fyrir jólahátíðina sem nú gengur í garð, auk þess sem Mæðrastyrksnefnd Kópavogs voru færðar 300.000 kr. Með vöruúttektinni vill Mjólkursamsalan leggja sitt af mörkum við að liðsinna þeim sem leita sér aðstoðar vegna matarúthlutunar á þessum árstíma. Mikið og þarft starf er unnið á öllum stöðum og afar ánægjulegt að leggja þeim lið,? segir Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá MS.

Aðalsteinn kom við hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrr í dag og hitti þar fyrir Ásgerði Jónu Flosadóttur formann Fjölskylduhjálpar. Ásgerður hafði í nógu að snúast með sjálfboðaliðum félagsins sem voru í óðaönn að undirbúa jólaúthlutunina sem var síðar sama dag. Hún gaf sér þó tíma til að taka á móti fulltrúum MS og kynnti þeim starfsemi félagsins.
Við erum í fyrsta skipti með jólaúthlutun á fjórum stöðum, þ.e. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þörfin er mikil og 1.400 fjölskyldur fá úthlutað í ár,“ sagði Ásgerður og minnti jafnframt á falleg Kærleikskerti sem félagið hóf nýverið sölu á til styrktar starfseminni.

Það var að sama skapi hamagangur í öskjunni hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þegar fulltrúa MS bar að garði, enda jólaúthlutun í fullum gangi. Við styrknum tók Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og hún hafði sömu sögu að segja og Ásgerður og ítrekaði hversu mikil þörfin væri.
Hingað kemur stór hópur einstæðra eldri karlmanna og mikið af erlendu fólki. Markmið okkar er að vísa engum frá og héðan fer enginn tómhentur heim,? sagði Ragnhildur. Sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu fyrirtækjum stóðu vaktina þegar MS var á staðnum en án þeirra myndi svona starfsemi ekki ganga upp.

Ásgerður og Ragnhildur vildu báðar færa sjálfboðaliðum og velunnurum félaganna sínar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf, sem og landsmönnum öllum hátíðarkveðjur.

Á myndunum má sjá Aðalstein, sölustjóra MS, ásamt Ásgerði hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Ragnhildi hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Áslaug hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Aðalsteinn sölustjóri MS

Aðalsteinn sölustjóri MS og Ragnhildur hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkkur

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?