MS styður við skákmót

Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonjar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Mótið er haldið á fæðingardegi þjóðskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. Mjög vegleg verðlaun eru á mótinu og má búast við flestum bestu og efnilegustu börnum og ungmennum landsins. Heiðursgestir  við setningu mótsins verða frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og Friðrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslands og fv. forseti FIDE.

MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar er ætlað börnum á grunnskólaaldri, fædd 1999 og síðar, og er gert ráð fyrir 64 keppendum. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunatíma. Fyrstu verðlaun eru 30.000 krónur, önnur verðlaun 20.000 og þriðju verðlaun 15.000. Verðlaun fyrir bestan árangur stúlkna er 10.000 kr. Þá verða 4 heppnir keppendur dregnir út sem hljóta 5000 krónur hver. Þeim til mælum er beint til þátttakenda að mæta snyrtilega til fara, enda verður best klæddi keppandinn verðlaunaður sérstaklega með 5000 kr.

Veitt eru verðlaun og viðurkenningar fyrir bestan árangur í þremur aldursflokkum: 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Mjólkursamsalan mun sjá keppendum fyrir veitingum á mótsstað.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?