MS styður við bakið á íslenskum keppendum í heimsmeistarakeppni konditora

Heimsmeistarakeppni koditora (UIBC) í sætabrauði fer fram í München í Þýskalandi þessa dagana og er gaman að segja frá því að Íslendingar eiga fulltrúa í keppninni. Þær Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, keppir fyrir hönd Íslands og Sigrún Ella Sigurðardóttir, þjálfari er henni innan handar en báðar eru þær menntaðir koditorar. Konditor er löggild iðngrein og kallast á Íslandi kökugerð og er þetta í annað sinn sem keppnin er haldin. Keppendur koma frá átta löndum og þurfa þeir að útbúa fimm sæta rétti á tveimur dögum: eftirrétt, fjórar tegundir af konfekti, tertu, marsípan-fígúrur og sykurskúlptúr. Æfingar hafa staðið yfir síðan í vor og á þeim tíma hafa þær Hrafnhildur og Sigrún fullkomnað réttina sína og haft þemað ‚Náttúru‘ að leiðarljósi. Mjólkursamsalan hefur stutt við bakið á þeim stöllum með vörustyrkjum og erum við að sjálfsögðu stolt að þær velji vörur frá MS á borð við súrmjólk, rjóma, mysu og smjör fyrir keppni af þessari stærðargráðu. Við óskum Hrafnhildi og Sigrúnu góðs gengis og deilum með ykkur mynd af eftirréttinum þeirra sem er ekki bara girnilegur heldur dásamlega fallegur. 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?