MS styður við bakið á Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Líkt og undanfarin ár styrkir Mjólkursamsalan Fjölskylduhjálp Íslands með sérstakri vöruúttekt fyrir jólaúthlutun félagsins og eins og í fyrra hljóðar styrkurinn upp á vöruúttekt hjá MS að verðmæti 1.000.000 kr. Með þessari vöruúttekt vill MS leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á þeim stóra hópi einstaklinga sem leitar aðstoðar í formi matarúthlutunar fyrir hátíðarnar. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs var einnig færður styrkur í formi vöruúttektar og hljóðar hann upp á 300.000 kr. Fulltrúar beggja félaga segja að þörfin fyrir aðstoð sé mikil og stór hópur hópur leiti til þeirra. Markmiðið er ætíð að vísa engum frá en það eru sjálfboðaliðar sem standa vaktina við matarúthlutanir og án þeirra myndi starfsemi þessara góðgerðarfélaga ekki ganga upp.

Fulltrúar MS eru stoltir af því að geta veitt styrki sem þessa enda leggur fyrirtækið mikið upp úr góðgerðarmálum af ýmsu tagi allt árið um kring og er það t.a.m. heiðursbakhjarl Fjölskylduhjálpar Íslands. Mikið og þarft starf er unnið á fjölmörgum stöðum og er það von MS að styrkirnir nýtist sem best.


Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar
Íslands og Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri MS.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?