Beint í efni
En
MS styður Team Rynkeby og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um 400.000 kr.

MS styður Team Rynkeby og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um 400.000 kr.

Mjólkursamsalan styrkir á hverju ári ýmis góðgerðarfélög og góð málefni og eitt af þeim félögum sem hlaut styrk í ár er hjólahópurinn Team Rynkeby. Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf þar sem þátttakendur frá nokkrum löndum hjóla frá Danmörku til Parísar og styrkja gott málefni í leiðinni. Vegna kórónuveirufaraldursins þurfti að breyta hjólaleiðinni í ár og skellti íslenska liðið sér því í 8 daga spennandi hjólaferð um landið þar sem hjólaðir voru samtals 850 km.

Íslenski hópurinn hefur undanfarin ár safnað styrkjum og áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum og rennur söfnunarféð óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Mjólkursamsalan er einn af Gullstyrktaraðilum hópsins og lagði verkefninu lið með 400.000 kr. fjárframlagi í ár sem verður afhent forsvarsmönnum SKB þegar söfnuninni lýkur formlega í september, en þá verður heildarupphæð söfnunarinnar enn fremur opinberuð.

Við erum stolt af því að geta lagt svo góðu málefni lið en á síðasta ári safnaði Team Rynke­by 23,6 millj­ón­um á Íslandi fyr­ir styrkt­ar­fé­lagið og geta þeir sem vilja enn lagt söfnuninni lið. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu hópsins