MS styður gott málefni

MJÓLKURSAMSALAN STYÐUR JÓLAAÐSTOÐ-2010, SAMEIGINLEGT ÁTAK HJÁLPARSTOFNANA Í REYKJAVÍK

Mjólkursamsalan styrkir sameiginlegar matarúthlutanir hjálparsamtaka í Reykjavík með 2,5 milljóna króna framlagi í vörum nú fyrir jólin. Þessi samtök eru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn í Reykjavík og Hjálpræðisherinn sem koma fram undir merkjum Jólaaðstoðar-2010.

„Það er okkar von að styrkurinn komi sér vel í söfnun samtakanna og nýtist fólki sem allra best“ segir forstjóri Mjólkursamsölunnar, Einar Sigurðsson.
„Við lögðum þessu málefni lið í fyrra og sjáum að þörfin fyrir slíkan stuðning er jafnvel enn meiri fyrir jólin nú í ár. Við hvetjum önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama og koma til stuðnings þessum málstað“.


Að sögn Elínar Hirst, talsmanns Jólaaðstoðar-2010 þá eru gjafir sem þessar frá fyrirtækjum afar vel þegnar. „Margar fjölskyldur, sem lítið hafa handanna á milli, munu njóta góðs af nú um jólin“, segir Elín.

Mjólkursamsalan er í eigu 700 bændafjölskyldna vítt og breitt um landið og óska þær og starfsmenn Mjólkursamsölunnar, samtökunum góðs gengis í þeim brýnu verkefnum sem bíða þeirra nú fyrir hátíðarnar.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?