MS stofnaðili að japansk íslenska verslunarráðinu

Mjólkursamsalan er meðal stofnaðila að japansk íslenska verslunarráðinu sem stofnað var þann 6. júní á heimili japanska sendiherrans í Reykjavík, herra Yasuhiko Kitagawa. 

MS hefur frá s.l. hausti unnið að vörumerkja- og framleiðsluleyfissamningi fyrir ÍSEY skyr í Japan og er stefnt að þeirri vinnu ljúki nú í haust. Þar sem MS hefur átt í góðum samskiptum og viðskiptum við Japan þótti stjórnarmönnum MS rétt að vera í hópi þeirra fyrirtækja sem bauðst að gerast stofnaðilar að japansk íslenska verslunarráðinu. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á heimili sendiherrans, má sjá stofnaðila ráðsins samankomna en það var Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, sem sat stofnfundinn fyrir hönd MS.

Stofnfundur japansk íslenska verslunarráðsins /
The establishment of the Japanese-Icelandic Chamber of Commerce

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?