MS kynnir nýtt vörumerki í skyri

MS kynnir nýtt alþjóðlegt vörumerki í skyri: ÍSEY skyr. Miklar vonir eru bundnar við hið nýja vörumerki og mun það styðja við markaðsstarf skyrs erlendis. Vörumerkið ÍSEY skyr er afrakstur margra mánaða vinnu hjá starfsfólki MS með aðstoð sérfræðinga á sviði vörumerkja. Gríðarlega mikilvægt er að byggja upp sterkt alþjóðlegt vörumerki í Skyri og getur það hjálpað fyrirtækinu að skapa íslenska skyrinu sérstöðu erlendis. Nafnið ÍSEY vísar í Ísland auk þess að vera íslenskt kvenmannsnafn en íslenskar konur sáu öldum saman um að búa til skyr á bæjum landsins. Nafnið er einnig stutt og einfalt og auðvelt að bera fram á mismunandi tungumálum. Útlit skyrumbúðanna mun að mestu leyti haldast óbreytt að öðru leyti.

Í Morgunblaðinu 26. janúar birtist ítarlegt viðtal við þau Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, og Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, þar sem þau ræða um nýja vörumerki MS; ÍSEY skyr, og hvetjum við áhugasama til lesa þá grein. Stutt samantekt úr viðtalinu birtist á vefmiðlinum mbl.is og má lesa hana hér.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?